Gangbrautaverjur

Á leið minni á morgnanna til vinnu og í skólann, hefur borgin útvegað sérstakan mann sem sér um að stöðva umferð ökutækja til þess að gangandi vegfarendur, sérstaklega skólabörn Hólabrekkuskóla og FB komist yfir götuna.

Á meðan þessi þjónusta er frábær og þarft framtak, því ekki eru ökumenn mjög tillitsamir gangvart gangandi vegfarendum, þá hef ég tekið eftir einum "misbresti" í þessari framkvæmd.

Um leið og gangadi vegfarandi nálgast gangbrautina, gengur verjan út með ljósið sitt og stöðvar umferð.  Ef, 5 sekúndum síðar, annar vegfarandi nálgast gerir hann þetta aftur.

Það sem ég er að benda á, er að með þessu læra börnin aldrei að bíða eftir umferðinni, það er bara allt stoppað þegar þau nálgast.  Mér finnst þetta ekki skynsamleg þróun, auk þess sem stórar stíflur geta myndast af óþolimóðum bílstjórum, sem svo storma hratt af stað þegar verjan stígur af gangbrautinni.

Það væri miklu skynsamlegra, þar sem verjan sér nú töluvert frá sér, að safna börnunum aðeins saman, og hleypa þeim yfir í stærri hópum.  Þá myndi öll umferð ganga betur fyrir sig, bæði gangand og akandi.  Eða hvað finnst ykkur ? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En hvad med ad setja upp gangbrautarljós? Eda hringtorg? Eda stokk? Eda brú?

Býr ekki Árni Johnsen í nágrenninu?  Hann væri flottur í sjálflýsandi vesti

Jóhann (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 10:42

2 Smámynd: Hilmar Kári Hallbjörnsson

Það er svosem ekki vitlaus hugmynd, eru hvort eð er ekki menn í þegnskylduvinnu sem standa á gangbrautunum ?

Hilmar Kári Hallbjörnsson, 28.11.2007 kl. 10:55

3 Smámynd: Guffi Árna

mig vantar bíl á laugardaginn að Ribevej í dk ertu laus þá

Guffi Árna, 28.11.2007 kl. 11:01

4 Smámynd: Hilmar Kári Hallbjörnsson

Já, ég verð fyrir utan kl 10.00 sharp

Hilmar Kári Hallbjörnsson, 28.11.2007 kl. 13:09

5 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Leigubílstjóri í útrás... híhíhíhí.

Ingvar Valgeirsson, 28.11.2007 kl. 19:33

6 Smámynd: Hilmar Kári Hallbjörnsson

Guffi minn, ég bíð ennþá fyrir utan, og mælirinn er kominn í 743 þúsund kall, ætlaru ekki að fara að drífa þig út ?

Hilmar Kári Hallbjörnsson, 3.12.2007 kl. 15:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband