Sorglegur dagur

Já, ekki er hægt að segja annað en að þetta sé sorglegur dagur.  Enda svosem ekki á hverjum degi sem maður fær á sig dóm.

Þetta er margt merkilegur dómur, eins og sjá má hér.   Þar kemur fram að sannað hafi verið að við vorum að fremja glæp, þetta sé allt alvarlegt og allt það.  

Ok, látum liggja á milli hluta sekt og sakleysi, og skoðum hitt sem mér finnst verra og tel vera brotið á mér:

1.  Brot á jafnræðisreglu.   Það kemur fram að 130 manns hafi verið þarna inni að deila efni.  10 eru ákærðir.  Og þeir virðast meira og minna hafa verið ákærðir af handahófi.  Hvernig er hægt að dæma 10 menn fyrir brot 150 ?

2.  Tálbeitan.  Ásgeir Ásgeirsson, tálbeitan í málinu, ber fyrir sig að hafa fyrir slysni "komist að því að menn voru að deila á netinu, og vildi, sem ábyrgur samborgari koma í veg fyrir það".  Ásgeir rak sjálfur samskonar hub og við erum dæmdir fyrir, og var bara að reyna að klekkja á okkur. 

Hann gerir samning við Smáís um eitthvað (sem óljóst er) og fær greiddar verktakagreiðslur fyrir "gagnaöflun" gegn okkur.  Þegar við fórum fram á að fá að sjá samninginn neitaði hann að framvísa honum og bar fyrir sig leynd viðskiptasamninga.  LEYND VIÐSKIPTASAMNINGA ?!?!?!?  Hann samþykkti þó að leyfa birtingu samningsins ef hinir aðilarnir samþykktu.  Sem að sjálfsögðu gerðist ekki.  Þetta efni fannst dómaranum ekki merkilegt og vísaði því frá.

Það er ljóst að eina vitnið í málinu, Ásgeir Ásgeirsson, er ekki með hvítari samvisku en við, og laug leynt og ljóst til að klekkja á okkur.  Og hann var búinn að missa sig svo í kjaftæðinu að hann þurfti lögreglufylgd í réttarsal.  Til hvers ?  Hélt hann að við myndum ráðast á hann í dómsalnum ?

3.  Við erum handteknir 24. september 2004.  Dómur fellur 3. mars 2008.  Kann einhver að telja ?  41 mánuður !!!!!!!!!!!!!!!

Lögreglan ber fyrir sig að magn upplýsinga hafi verið svo mikið að þetta hafi verið tíminn sem þurft hefði til rannsókna.  En það kemur fram í gögnum málsins að ekkert var aðhafst í 15 mánuði.  

Lögreglan hefur ekki ótakmarkaðan tíma til rannsókna, og þetta er alveg forkastanlegt að láta okkur bíða allan þennan tíma.

4.  Menn sem dæmdir eru fyrir líkamsárásir hafa fengið mildari dóm!!!! 

5.  Ef fólk verður sér úti um rannsóknargögn málsins, kemur hvergi í ljós hvað ég gerði !  Það kemur bara í ljós að ég hafði þetta efni á tölvunni minni, og ég var með lista á netinu sem hægt var að sækja hjá mér og sjá hvað ég hefði fram á að bjóða.  En hvergi er sótt ein skrá af höfundarréttarvörðu efni til að styðjast við ákæruna.   

Ég er sár og svekktur yfir dómskerfinu, ég hefði sætt mig við ávítur dómstóla fyrir að hafa gert rangt, en ég hefði líka viljað sjá lögregluna ávítta fyrir sín afglöp.  Og ég er ekki sáttur við að samningur milli Ásgeirs Ásgeirssonar og Smáís um hvert hans hlutverk var sé haldið leyndum.  Ég er nokkuð viss um að Ásgeir Ásgeirsson hefur ekki hreint mjöl í pokahorninu, og ég held í þá von að Hæstiréttur Íslands mun komast að þeirri niðurstöðu líka þegar hann tekur málið fyrir, því já, ég mun áfrýja þessu máli.  Og núna bölva ég því að búa ekki í Bandaríkjunum, því ef ég byggi þar, þá myndi ég ákæra Ásgeir Ásgeirsson fyrir þann miska sem hann hefur unnið mér, í nafni misskunarsama samverjans, þegar eingöngu öfund og afbrygðissemi bjó á bak við.

Og ég vil fá tölvuna mína til baka ! 


mbl.is Sakfelldir fyrir að vista höfundarvarið efni á nettengdum tölvum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég var einmitt að skrifa smá hugleiðingu hjá mér um þann hluta dómsins sem vakti mesta athygli mína. Þú getur kannski fyllt upp í ef ég hef misst af einhverju.

Óli Gneisti (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 15:43

2 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Þið verðið bara að áfría.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 3.3.2008 kl. 15:45

3 identicon

Óttalegt væl í þér maður ... reyndu heldur að taka þessu eins og karlmenni - þú braust lög og varst tekinn og dæmdur fyrir það. Vertu feginn að þetta er loksins búið og þú getur nú farið að snúa þér að einhverju öðru.

Jón Garðar (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 16:29

4 identicon

Ég las sona smá yfir þessa dómskvaðningu og gat ekki annað en brosað þegar ég las yfir listann sem gerður var upptækur en þar voru ýmsir skemmtilegir hlutir eins og t.d. skjáir og heilu turnkassarnir sem teknir voru. Ekki vissi ég að þú gætir fengið upplýsingar um gögn af lyklaborð og músum eða úr skjám. Ef að dómstóllinn eða lögreglan ekki viss hver á sök hér myndi virkilega vita eitthvað um tölvur að þá ættu þeir frekar að gera þetta auðvelt fyrir sjálfan sig og taka einungis hörðu diskana úr tölvunum þar sem þú færð einungis sannanir þaðan.

Ein spurning svona að lokum er ekki hægt að ákæra lögregluna um stuld eða eitthvað í þá áttina því að þeir tóku hluti og héldu þeim í mörg ár sem eru algjörlega ótengdir rannsókn málsins eisn og ég nefndi áður lyklaborð, skjáir, mýs og ef ég ætti að fara dýpra skjákort minni aflgjafi????

Er hægt að finna upplýsingar um gögn inná örgjörva? 

Guðmundur (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 16:49

5 identicon

Hvaða miska hefur þessi Ásgeir unnið þér? Skiptir máli þegar kemur að sekt þinni hvort hann hagnaðist um krónu eða milljón eða komst sjálfur undan ákæru? Þú braust af þér, hann kom upp um þig og þú ert dæmdur. Lögin um höfundarrétt eru kannski óréttlát en við verðum samt að fylgja þeim - eða vera tilbúin að taka afleiðingunum ef við gerum það ekki.

SBB (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 16:49

6 identicon

Tekið úr dómsúrlausn: "Ekki hafi Ásgeir gert neitt til að lokka aðra að efni hjá sér. Hafi hann búið til síu til að sjá hvaða efni færi út. Á þessum tíma hafi Ásgeir verið með 2 MB tengingu. Það hafi verið ein af kraftminnstu tengingunum. Hann hafi hins vegar látið líta svo út að hann væri með 10 til 20 MB tengingu og hafi hann gert það með því að takmarka aðgang."

Bara með því að þykjast vera með stærri tengingu en hann heldur fram að hann hafi verið með, kallast það ekki að tæla að sér aðra notendur?

Ég veit ekki en 2 MB upload tenging (get ekki skilið annað af málsgögnum) þykir bara ekkert endilega neitt lítið í dag þegar ADSL2+ (sem er sennilega einna mest notaði standardinn á Íslandi í dag) býður upp á 1 Mbit (theoratical) upstream hraða.Ef ég man rétt þá var 256 Kbit downstream tenging bara þokkaleg fyrir fjórum árum og þá hefur upstream ekki verið mikið meira en 64 - 128 kbit.

Ég er núna örlítið búinn að glugga í þessa dómsúrlausn og það er skammalega margar rökvillur í þessu opinbera skjali. Ég þykist nokkuð viss um t.d. þegar það er talað um MB tengingar er átt við mb og á þessu er áttfaldur munur auk þess sem enginn munur er gerður á upstream eða downstream. Annað dæmi er: "Hvert TB jafngilti 1000 GB" aftur nei 2^10 eru 1024, rétt skal vera rétt í opinberum plöggum (þótt skv. harðdiska framleiðendum myndu þetta sennilega sleppa).

Eftir þetta stutta yfirlit yfir dómsúrlausnina hefur vakið upp þá spurningu hjá mér hvaða vit réttarkerfið hefur á tæknimálum í dag. Hvernig á það þá að geta kveðið upp dóma sem hægt er að taka mark á ef það hefur ekki minnstu grundvallarþekkingu á málefninu sem er verið að fjalla um? Getur einkafyrirtæki í dag, eftir þennan dóm, ráðið til sín "verktaka" og fengið hann til að stunda persónunjósnir? IP tölur eru jú ekkert ósvipaðar kennitölum (auðkenni), má fyrirtæki út í bæ ráða til sín einhvern til að safna kennitölum einhverra sem fyrirtækið telur vera að gera á sinn hlut? Það er margt mjög undarlegt við þessa niðurstöð. Maður getur ekki annað en vonað að hæstiréttur leggi meiri vinnu í að skylja málið sem hann ætlar sér að dæma í.

Ólafur (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 16:57

7 identicon

"1.  Brot á jafnræðisreglu.   Það kemur fram að 130 manns hafi verið þarna inni að deila efni.  10 eru ákærðir.  Og þeir virðast meira og minna hafa verið ákærðir af handahófi.  Hvernig er hægt að dæma 10 menn fyrir brot 150 ?"

Það sem þú talar um er ekki brot á jafnræðisreglu. Það að margir fremji sama refsiverða verknaðinn réttlætir hann ekki. Það er alltaf hægt að sækja menn til saka fyrir þann refsiverða verknað sem þeir eiga að hafa framið.

Ég er annars sammála þér að rannsókn lögreglu tók of langan tíma.

Jón Gunnar Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 18:07

8 Smámynd: Kristján Gunnar Guðmundsson

Jón Garðar og SBB verið bara fegnir að þið sluppuð, ég hef ekki fyrir hitt það mannsbarn sem ekki hefur brotið á höfundarrétti á einn veg eða annan.

  Ólafur ég get sagt þér að þetta mál var eitt mesta fúsk sem ég hef orðið vitni að ég hefði aldrei grunað að dómsstólar landsins væru svona hörmulegir, ætla að vona að þeir hæstaréttardómarar sem fjalla um málið séu með eitthvern snefil af tækniþekkingu, svo maður þurfi ekki að horfa uppá sama harmleikinn aftur.

annars er bara næsta skref að krefja alþingi um breytingar á þessum úreldu lögum, til heilla fyrir hin tugþúsund netverja sem í kæruleysi sínu niðurhala eitthverju og eitthverju.

Kristján Gunnar Guðmundsson, 3.3.2008 kl. 22:24

9 Smámynd: Hilmar Kári Hallbjörnsson

Þið ykkar sem syndlausir eruð, kastið fyrsta steininum.

Hér er enginn að væla, heldur er verið að reifa staðreyndir.

Það að glæpamaður, eða maður sem fremur glæpsamlegan verknað, geti frýjað sig ábyrgð með því að hlaupa og benda á aðra, er varla réttlæti er það ?

Það að það taki 41 mánuð frá haldlagningu til dóms, er varla réttlæti, er það ?

Varðandi jafnræðisregluna, forstjórar olíufélagana voru sýknaðir vegna jafnræðisreglunar, þar sem ekki var hægt að dæma fáa fyrir brot margra, nákvæmlega eins og ég bendi á!  Ég er ekki að réttlæta verknaðinn, heldur benda á að ef fara á eftir lögum, skal það gert alla leið, ekki bara það sem hentar.  Og ég er að tala um í báðar áttir, fyrir glæpamenn og dómstóla. 

Og rannsakendur vissu ekkert í sinn haus þegar þeir voru að rannsaka málið.  Í gögnum okkar voru m.a. myndir af málverkafölsunarmálinu og eftirlitsmyndir af einhverjum manni sem við höfum aldrei séð áður.  Ef rannsakendur geta ekki haldið gögnum um mál til haga, hvernig er hægt að treysta þeim til að framkvæma hlutlausa rannsókn ?

Hilmar Kári Hallbjörnsson, 4.3.2008 kl. 10:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband