Dökkir dagar í borginni

Í dag stígur í borgarstjórastól, þriðji borgarstjórinn á fjórum mánuðum.  Það eru óheillafréttir.

Það er nú einu sinni þannig í þessari veröld að ein af dauðasyndunum sjö er um leið ein sú allra mest drýgða syndin í pólitík....Græðgi.

Eftir síðustu kosningar virtist sem Ólafur F. Magnússon hefði pálmann í höndunum.  Hann hafði rúm 10% atkvæða á bak við sig, í meirihlutaviðræðum við Sjálfstæðisflokkinn og allt í gúddí.

En þá kom vondi ljóti villingurinn hann Bingi, með buxurnar á hælunum, og hrifsaði af honum völdin í borginni.  Bingi, sem sagðist ganga óbundinn til kosninga en var kominn í meirihlutasamstarf áður en síðustu tölur voru komnar upp úr kjörkössunum.  Bingi, sem skemmti allt fyrir Óla.

Svo fór Óli á spítala.  Þennan við hliðina á Hagkaup, niðri í sundum.  Og á meðan Óli var á spítala sprakk borgarstjórnin.  Villingurinn hann Bingi hljóp frá Villa og beint í fangið á DBEggertz.  Og þeir tóku með sér hana Möggu, einusinni vinkonu Óla.

Þegar Óli kom út af spítalanum var skrítið um að litast.  Nýr borgarstjóri, Óli í meirihluta og allt glansandi fínt.  Helst að Villi og gengið væri með fýlusvip, enda töpuðu slagnum við DBEggertz.

En þá kemur í ljós af hverju Óli fór inn á spítala.  Eða kannski frekar af hverju Óli ætti ennþá að vera inni á spítalanum.  Hann hefur nefnilega svo mikla valdagræðgi, að þrátt fyrir að vera í meirihlutasamstarfi, vildi hann fá að ráða ÖLLU.  Engar málamiðlanir, ekkert.  Bara að fá að ráða öllu. Og það sá Villi auðvitað.

Hann bauð Óla að leika, með því skilyrði að hann fengi að vera kóngur helminginn, og svo fengi Villi aftur að vera kóngur restina af tímanum.  Í staðinn fengi Óli að ráða öllu sem hann vildi.  Málefnasamningur?  Nei nei, bara framboðsloforðin hans Óla, kannski við bætum við einu tveimur smáatriðum við.  

Svo þegar Villi kemst aftur til valda, og Óli hefur áorkað einhverjum smámálum, þá veður Villi yfir hann, með hótunum, þar sem Óli var búinn að fá að ráða áður, og strikar yfir listann hans Óla.  Óli er svekktur, enginn kýs hann næst, frekar en framsókn, og arfleið hans er Krypplingsstjórnin.  Dálalegt nafn á afrekum manns í borgarstjórn.

Það að tæplega 25% borgarbúa styðji þessa borgarstjórn segir allt saman.  En ég vil ekki fá aðra stjórn.  Ég vil leyfa þessari að hrauna upp á bak.  Þá fáum við kannski starfhæfa borgarstjórn næstu fjögur ár á eftir.  Ég bara vona að Óli og Villi verði ekki búnir að klúðra öllu áður.   Er von nema að áhorfendur púi ?????


mbl.is Ólafur kjörinn borgarstjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr heyr! Óli litli og Villi eru að grafa sína eigin pólitísku gröf..

Sorgleg saga samt :(

Þorbjörg Dagný (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 13:45

2 identicon

Nú er gott að búa í Kópavogi, alla vegana er maður laus við þessa vitleysu, reyndar er einn vitleysingur hér í Kópavogi en það er annað mál.

Best hefði verið að boða til kosninga, ef það hefði bara verið hægt en lögin banna það.
Ég reyndar held að best hefði verið hjá Villa og Óla að bíða og láta Dag,Bingó og co. sjá sjálf um að sprengja sinn eigin meirihluta. Þeir höfðu enga málefnaskrá og allt var í rugli í Framsókn, þannig að ég held að þetta hefði verið dauðadæmdur meirihluti hvort eð er. En auðvitað betra að hann hefði orðið sjálfdauður en að láta Villa og Óla kljúfa hann.

Davíð H. (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 14:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband