"Memm"

Fyrsta fríhelgin í svolítinn tíma.  Ákvað nú að gera eitthvað skemmtilegt.

Byrjaði á að fara á jólahlaðborð með vinnunni á Lækjarbrekku.  Það var frekar í lagi.  Mikið úrval af góðum réttum bæði í for og aðalrétt, og alveg snilldar villisveppasúpa.  Langt síðan maður hefur fengið súpu á veitingastað sem ekki var of sölt.

Kvöldið var mjög vel heppnað og kann ég yfirmanni mínum, honum Trausta bestu þakkir fyrir.  Það er ekki leiðinlegt að vinna hjá sæmilega litlu fyrirtæki sem veit hvernig á að halda starfsmönnunum ánægðum ( í mínu tilfelli, gefa mér nóg að éta ).

Síðan var haldið niður á Dubliners, þar sem skyldi leika fyrir dansi.  Strákarnir mínir, í hljómsveitinni Swiss leyfa mér nefnilega stundum að vera "memm".  Enda alveg ágætis strákar, nema þá kannski helst Ingvar, sem er örlítið skárri.  Reyndar breytist hljómsveitin í Danshljómsveit Olla Rót þegar ég er með, enda ekki skrítið, manna frægastur í bandinu.

Og aftur á laugardag fékk ég að vera memm.  Þá var nú sjálfsöryggið aðeins að batna, enda hafði ég varla snert hljóðfærið mitt síðan ég fékk það í morgungjöf frá konunni minni.  Áðurnefndur Ingvar hjálpaði henni að velja þennan forláta Peavey Signature Series gítar.  Hann er bæði fallegur og hljómar mjög fallega.

Eníhú, sjálfsöryggið var í hámarki og lögin rifjuðust upp hvert á fætur öðru.  Það var að meira að segja orðið svo mikið í restina að Randallinn var farinn að emja.  Sem er bara gaman.

Egill Rafnsson trommaði með okkur, þar sem fasti trommarinn var heima hjá veiku barni.  Ekki klikkar Egill, en þó verð ég að segja að ég saknaði Guffa míns alveg svakalega mikið, enda er þar á ferð einn sá mesti öðlingur sem á bak við trommusett hefur sest.   Trúbbi litli Tryggvador var líka á kantinum, söng bakraddir af miklum móð auk þess að kyrja "Mamma, beyglar alltaf pabba, þegar hún maskarar augun og er að fara á ball, hún er að fara á ball". 

En Guffi minn, ég ætla að koma með strákunum til Danmerkur í febrúar, þannig að það fer að styttast í að ég hitti þig.  Og hlakkar mig til ?  Alveg svona sæmilega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guffi Árna

hey kall,,gott að heyra er verið að vinna í þessum málum svo gott verður nú að knúsa þig. Er að fara í koju að láta mig dreyma um ,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,hæ hæ Guffi

Guffi Árna, 9.12.2007 kl. 23:04

2 Smámynd: Guffi Árna

guffip@visir.is, setti myndina okkur til heiðurs see ya

Guffi Árna, 21.12.2007 kl. 12:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband