6.12.2007 | 12:09
Hraðakstur á götum úti
Þetta er náttúrulega bara gott að taka stráklinginn fyrir þetta, það er nú ekki heil brú í þessum hraðakstri. Og að vera svo með vin sinn með sér í bílnum sýnir hversu ábyrgðarlaus þessi einstaklingur er. Hann var fyrst mældur á um 130km. hraða og reyndi svo að stinga lögguna af. Á Reykjanesbrautinni !
Þetta er svona svipað eins og í lélegri hryllingsmynd þegar fórnarlambið hleypur alltaf upp stigana á háhýsinu undan morðingjanum að reyna að stinga lögguna af á Reykjanesbrautinni, það er frekar auðvelt að loka henni.
Ekki það að ég mæli með að stinga lögregluna af, það kann aldrei góðri lukku að stýra. Það hefði verið miklu betra að taka út refsinguna með 130 á radarnum en 212 !
Vandamálið er að jafnvel þetta dæmi setur ekki fordæmi fyrir unga, óharnaða ökumenn sem halda að þeir séu Michael Schumacher undir stýri. Það þyrfti að taka upp enn harðari refsingu, og auglýsa það vel að svona athæfi eru ekki liðin í okkar samfélagi. Ef einstaklingurinn þarf að bíða í 10 ár, sæta fangelsisvist uppá nokkra mánuði (eða samfélagsþjónustu, það er eiginlega betra ) og borga hálfa milljón í sekt, þá myndi næsti maður kannski hugsa sig tvisvar um.
Og já, ég er fylgjandi því að taka upp hærri aldur fyrir bílprófið, og einnig að menn fái ekki heimild til að aka bifreið með stærri vél en 1600 rúmsentimetra fyrstu þrjú árin. Og ef menn fá einn punkt í ökuferilsskrá, þurfa þeir að taka prófið aftur. Viljum við láta harmleikinn á Vesturgötunni í Keflavík endurtaka sig ? Þessi piltur er eðal kandídat !
Yfir 150 þúsund króna sekt fyrir hraðakstur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er raunar alltof lítil sekt sem þessi ,, fábjáni " kemur til með að fá. Reittast væri að læsa hann inni á Litla-Hrauni í nokkra mánuði.
Stefán (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 12:23
að keyra á 212 er fáranlegur hraði rétt . eiginlega allir nýlegir bílar í dag komast uppi 200km hraða ef ekki meira meirisegja gamli bíllinn minn kemst uppi 200. sem er 91 model. Þanneig ekki er hægt að hneykslast á hvaða bíl hann var að keyra á. Og er það samt alveg fáranlegt að vera keyra á svona hraða.En hef bara eina athugasemd sem kemur ekki fram neinstaðar. Vildi svo heppilega til að hann var ekki að reyna stinga lögregluna af. :) báðir speglar brotnir á hliðunum og já afturúðan í þessum bílum telst varla sem afturúða .. hann einfaldlega tók ekki eftir ljósunum, enginn er svo vitlaus að reyna stinga lögreglu af á kafla sem gengur bara í 2 áttir.
Rag (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 03:12
Það er að sjálfsögðu forkastanlegt að aka svona greitt. Ef að báðir speglarnir hafa verið brotnir þá er þessi bíll ekki hæfur til aksturs. Speglar eru mikilvægt öryggistæki. En ég veit ekki hvort að það þýðir neitt að hækka sektir, enda spyr maður sig að því; mun strákurinn borga sektina sjálfur eða foreldrarnir? Ef foreldrarnir borga, hverum er þá verið að refsa? Held að það væri nær að setja svona gutta í einhverja samfélagsþjónustu svo að þeir taka sjálfir út sína refsingu en ekki foreldrarnir, afi og amma eða einhver annar "góðviljaður" vinur viðkomandi.
En ég er sammála Hilmari hvað varðar vélarstærð af bílum, það má alveg athuga þau mál betur. Auðvitað kitlar það stráka frekar að aka greitt ef þeir eru á bíl sem er mjög kraftmikill. Það kitlaði mig allavega á sínum tíma. En sem betur fer 7,9,13 slapp ég við að valda slysum, enda átti ég aldrei kraftmikinn bil sem unglingur.
Leifur Runólfsson, 7.12.2007 kl. 11:59
Nei, hann var ekk að reyna að stinga lögguna af. Eg þekki þennan dreng og hann tók ekki eftir að löggan fór á eftir honum fyrr en löggurnar komu á móti honum það á bara aldrei að treysta á þessa blessaða fjölmiðla þeir blaðra bara útur rassgatinu sínu.
Halli (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 20:44
Nei hann var ekki að reyna að stinga lögguna af. Eg þekki þennan dreng mjög vel hann er æsku vinur minn og hann bara tók ekki eftir að löggan var að elta hann. Það á bara aldrei að treysta fjölmiðlum því þeir tala bara útur rassgatinu sínu. Eg er ekki að segja að hann á ekki skiliða að verða refsaður enda var þetta rosalega hættulegur hraði og hefði hann farið útaf hefði hann drepið sig og hinn félaga minn. Eina sem pirrar mig svona mikið er að allir segja að hann hafi verið að reyna að sting löggurnar af sem er nú bara ekki satt.
Halli (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 20:47
Þetta er nú eitt af því fáránlegasta sem ég hef heyrt, Halli. Í fyrsta lagi er mjög erfitt að „taka ekki eftir“ því að löggan sé að elta mann, hvað þá í myrkri þar sem ljósin á löggubílnum fara ekki fram hjá neinum. Þar að auki kemur þessi drengur enn verr út úr þessu, ef satt er að hann hafi ekki tekið eftir löggunni. Það þýðir að hann hefur verið að leika sér að því að keyra eins og brjálæðingur, með vin sinn í bílnum, og lýsir það honum best. Ef mitt barn gerði þetta þá tæki ég af því bíl og ökuskírteini og hefði það í stofufangelsi til þrítugs! Held þið vinirnir ættuð ekkert að vera að reyna að leiðrétta fjölmiðla í þetta sinn, það hjálpar ekki neitt heldur sýnir okkur bara hversu margir hálfvitar eru að fá bílpróf!
Svo finnst mér skárra að fjölmiðlar tali „út úr rassgatinu sínu“ heldur en að svona stráklingar hugsi með því!
PS. Hvað varð um íslenskukunnáttu æsku þessa lands?
Túrilla, 8.12.2007 kl. 04:38
Mjög sammála þessu. Eitt sem pirrar mig svoldið mikið, það er að sjá æ fleiri krakka, nýkomna með bílpróf, á kraftmiklum og rándýrum lúxusbílum, sem tvímælalaust örvar "töffara hormónið" í sumum. Mér finnst að sumt fólk ættu að skilja silfuráhöldin heima áður en haldið er af stað á fæðingardeild.
Tryggvi Vilmundarson (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 19:32
Jæja Halli minn, er nú ekki bara kominn tími á að þú hugsir aðeins hvað þú ert að segja, og í stað þess að reyna að verja "vin" þinn, að endurskoða hvað vinátta er.
Í fyrsta lagi, eins og hún Túrilla bendir á, það er ekki séns að "taka ekki eftir" ljósum lögreglu, þar sem maður tekur eftir löggubíl við Voga á Vatnsleysu þegar maður er staddur í Kúagerði.
Í öðru lagi, þá notar lögreglan rosa flotta græju undir húddinu hjá sér, sem kallast sírena. Hún er notuð ef ske kynni að einhver tæki ekki eftir ljósunum.
Í þriðja lagi, brotnir speglar ? Lítil afturrúða ? Hvað er maðurinn að spá ? Það er forkastanlegt að aka svona bifreið, hvað þá á ofsahraða.
Það er alveg sama hvernig við snúum okkur í þessu máli og hvernig fjölmiðlar fjalla um það, eða lögreglan tjáir sig, þetta er svo vítavert gáleysi hjá ungum manni að hann ætti helst ekki að fá bílpróf aftur fyrr en eftir 10 ár. Það er aldrei hægt að afsaka svona, aldrei.
Svo, til að klykkja á því sem ég bendi á í blogginu, drengurinn var á rúmlega 200 hestafla bíl (skv. viðtali við framkvæmdastjóra Umferðarstofu á Bylgjunni á föstudag ). 200 hestöfl !!!!! Það er kappakstursbíll. Svona drengur hefur ekki vit til að höndla slíkan bíl, það sannaði hann svo vel sjálfur.
Hilmar Kári Hallbjörnsson, 9.12.2007 kl. 15:25
Hann keypti bíllin með annan afturspegillinn brotinn sem átti eftir að fara í viðgerð og það var keyrt hinn af í bænum... En hvað um það. 200hestafla bíll myndi drullu tapa í kappakstri dont be stupido þar eru 600hestafla græjur í notkun ., sírenan var aldrei notuð I know , Og útskýrðu afhverju hann ætti að endurskoða vináttu? You not make any sense? ef félagi þinn er afbrotamaður er ætti ég þá að hætta að tala við hann útaf hann er eihvað að fílast úti bæ?
Ragnar (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 22:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.