3.12.2007 | 17:18
Kynbundið misrétti
Djöfullinn sjálfur, ég var að fatta það að ég verð að hætta að spila á gítar. Ég er karl og kann bara vinnuKONUgrip :(
Anyone to rescure ?
Sá sem fyrstur kemur með góða lausn fær frítt inn á Dubliners um helgina, þar sem fréttir herma að ég verði jafnvel "memm"
Athugasemdir
Flott tilboð hjá þér, en ég hélt reyndar að það væri alltaf frítt þarna inn því drykkirnir eru það dýrir, en varðandi spurninguna þá legg ég til að þú spyrjir Sóleyju Tómasdóttur femínista og kvenrembu númer eitt á skerinu..
Skarfurinn, 3.12.2007 kl. 17:48
Er ekki neyðarúrræðið að tala við Kolbrúnu? Hún hlýtur að bjarga þessu á methraða.
Verst að nenna ekki á skemmtistaðina lengur - hefði vel verið til í að sjá þig spila. Á hvaða hljóðfæri spilarðu? Syngurðu kannski líka?
Túrilla, 5.12.2007 kl. 08:43
mig langar líka að vera memm,,hvenær á ég að mæta
Guffi Árna, 5.12.2007 kl. 19:00
Eins og bloggfærslan gefur til kynna, þá spila ég á gítar. Og ekkert svakalega vel. En ég lækka bara í mér ef ég kann ekki lagið nógu vel Og ég hef vinsamlegast verið beðinn um að syngja ekki.
Og já Guffi, ég vil líka að þú sért memm, við byrjum á miðnætti, eins og þú veist svo vel.
Hilmar Kári Hallbjörnsson, 6.12.2007 kl. 16:06
Olli minn, varðandi það að þú kannt einungis vinnukonugrip og biður um hjálp, þá er náttúrlega noikkur atriði sem eru fólgin í því að hætta þessu Guitarherodæmi (sem er nú reyndar helvíti skemmtilegt, ég neita því ekki) og ÆFA sig :) Ég á bók með 501 gítargripi, sem er með myndum og allt, sem ég skal glaður lána þér með því skilyrði að þú spilir þig til blóðs um helgina ;)
Brynjar Páll Björnsson, 6.12.2007 kl. 22:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.