Glæponar á glæpona ofan

Alveg er merkilegt hvað menn geta lagst lágt. 

Ég var að vinna hjá fyrirtæki í lok síðasta árs (og, jú, ég mætti líka aðeins eftir áramót).  Þetta fyrirtæki sérhæfði sig í úthringiverkefnum ýmiskonar, auk fjársafnana fyrir líknarfélög.  Þetta fyrirtæki heitir (hét) B.M. Ráðgjöf.

Núna var ég að lesa þessa grein,  og í framhaldinu fannst mér ég þurfa að tjá mig um málið.

Það er nefnilega alveg merkilegur andskoti hvað menn geta verið ósvífnir og geta þvegið hendur sínar af málum sem þeir eru með mykjuna upp eftir öllum öxlum af.

Eins og ég sagði áðan, þá vann ég hjá þessu fyrirtæki í nokkra mánuði, sem hugbúnaðarsérfræðingur.  Þeir fengu mig til að skrifa kerfi til að halda utan um og framkvæma skoðanakannanir, og birta niðurstöðurnar sjónrænt til þeirra sem báðu um könnunina.  Ég var ráðinn af framkvæmdarstjóranum, Fritz Má Jörgensyni.  

Fyrirtækið barðist í bökkum, ég fékk illa útborgað, þó oftast fyrir rest, en samt ekki fyrr en í enda mánaðarins sem ég átti að fá útborgað.  Alltaf taldi Fritz mig af því að hætta, því við værum að detta í sjúklegar álnir.

Fritz yfirgaf fyrirtækið um áramót, og fór BM svo á hausinn í janúar.  Ég var kauplaus, jólavísað nýkomið og allt í svaka stuði. 

Í febrúar hitti ég svo manninn í verslun, og heilsaði hann mér kumpánlega, eins og gamall vinur væri á ferð.  Ég tók fálega undir kveðjurnar, og svaraði sem svo að ég hefði nú lítinn áhuga á að tala við mann sem skuldaði mér tæpa milljón, en lifði eins og kóngur, á fjársvikum meðal annars við mig.  

Þá kom svaka ræða um það að hann hafði nú ekki vitað allt um málið, að hann hefði farið illa út úr þessu, bla bla bla.  Hann hefði tapað fullt af pening og ætti mikið inni hjá fyrirtækinu ....

Hvernig má slíkt vera, fjandinn hafi það.  Aðaleigandi og framkvæmdarstjóri fyrirtækis á kröfur í þrotabúið ?  Þetta sýnir hvað svona drullusokkar geta verið óforskammaðir.  Hann vissi nákvæmlega hvað var í gangi, og var að gambla með peninga sem hann átti ekkert í.

Þó er verra að annar drullusokkur, Ólafur Geirsson, sem var titlaður stjórnarformaður, er eiginlega ennþá verri.  Sá maður misnotaði sér "vin" sinn, sem hafði fengið heilablóðfall, og skuldsetti fyrirtækið fyrir 400 milljónir, allt á kostnað Landsbankans. 

Ég vildi bara láta alþjóð ( eða amk. þessa 10 bloggvini sem ég á ), að drullusokkarnir eru tveir, Fritz og Óli.  Þeirra "scheme" net er svo flókið, að það eru nokkrir fyrrverandi starfsmenn B.M. sem fylgja þeim um hvert fótmál, til þess eins að fá nokkra brauðmola sem falla af borði þeirra, þeir eru illa staddir fjárhagslega, og ef þeir slíta tengsl sín við þá, þá tapa þeir fleiri fleiri milljónum í töpuðum launum.

Er nokkuð skrítið að geta skrifað glæpareyfara, þegar maður lifir í einum alla daga ? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Flott hjá þér að láta vita af þessum drullusokkum

Kristberg Snjólfsson, 3.12.2007 kl. 15:50

2 Smámynd: Leifur Runólfsson

Sumir menn eru gjörsamlega óforskammaðir, því miður. Flott grein.

Leifur Runólfsson, 4.12.2007 kl. 01:48

3 Smámynd: Túrilla

Frábært hjá þér að vekja athygli á þessu. Það á ekki að láta svona dúdda komast upp með að svíkja fólk og pretta. Vonandi verður þessi pistill þinn til að forða einhverjum frá þeim í framtíðinni. Þótt það verði ekki nema einn þá er tilganginum náð.

Túrilla, 4.12.2007 kl. 15:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband