Málefnalegar umræður

Ofbóðslega er nú gaman að sjá fólk tala saman á málefnalegum nótum [Les: barnalegum ] hér á blogginu.

Þó svo að ég þekki ekki samninga ríkisútvarpsins við einstaka starfsmenn, þá eru nú langoftast gerðir samningar við fólk um eignarrétt verka þeirra á meðan að þeir starfa hjá fyrirtækinu, og skiptir ekki máli hvort um er að ræða ríkisfyrirtæki eða önnur.  Oftast eiga fyrirtækin höfundarréttinn.

Við eigum heldur ekki, fólk í bloggheimum að vera að fullyrða um eitthvað sem við höfum ekki grjótfastar staðreyndir um.  Eru allir búnir að gleyma Lúkasarmálinu ?

Hugsanlega gerði G. Pétur rangt, ég hef engin gögn um það.  Hitt er annað mál að það er alltaf gott þegar menn eru opinberaðir á þennan hátt, menn sem eru hátt uppi í stjórnsýslubatteríinu.   Gleymum því ekki að Geir vinnur hjá OKKUR.  Og við hljótum að eiga rétt á að fá svör, hvort sem þau eru óþægileg eða ekki.  

Geir hefur gerst uppvís að dónaskap við blaðamenn oftar en einu sinni, eftir óþægilegar spurningar, og því er orðin spurning hvort hann ráði við djobbið?  Er það ekki frekar spurningin, heldur en hvort að G. Pétur hafi gerst brotlegur við höfundarréttarlög


mbl.is Krafa um að viðtali við Geir verði skilað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sorglegur dagur

Já, ekki er hægt að segja annað en að þetta sé sorglegur dagur.  Enda svosem ekki á hverjum degi sem maður fær á sig dóm.

Þetta er margt merkilegur dómur, eins og sjá má hér.   Þar kemur fram að sannað hafi verið að við vorum að fremja glæp, þetta sé allt alvarlegt og allt það.  

Ok, látum liggja á milli hluta sekt og sakleysi, og skoðum hitt sem mér finnst verra og tel vera brotið á mér:

1.  Brot á jafnræðisreglu.   Það kemur fram að 130 manns hafi verið þarna inni að deila efni.  10 eru ákærðir.  Og þeir virðast meira og minna hafa verið ákærðir af handahófi.  Hvernig er hægt að dæma 10 menn fyrir brot 150 ?

2.  Tálbeitan.  Ásgeir Ásgeirsson, tálbeitan í málinu, ber fyrir sig að hafa fyrir slysni "komist að því að menn voru að deila á netinu, og vildi, sem ábyrgur samborgari koma í veg fyrir það".  Ásgeir rak sjálfur samskonar hub og við erum dæmdir fyrir, og var bara að reyna að klekkja á okkur. 

Hann gerir samning við Smáís um eitthvað (sem óljóst er) og fær greiddar verktakagreiðslur fyrir "gagnaöflun" gegn okkur.  Þegar við fórum fram á að fá að sjá samninginn neitaði hann að framvísa honum og bar fyrir sig leynd viðskiptasamninga.  LEYND VIÐSKIPTASAMNINGA ?!?!?!?  Hann samþykkti þó að leyfa birtingu samningsins ef hinir aðilarnir samþykktu.  Sem að sjálfsögðu gerðist ekki.  Þetta efni fannst dómaranum ekki merkilegt og vísaði því frá.

Það er ljóst að eina vitnið í málinu, Ásgeir Ásgeirsson, er ekki með hvítari samvisku en við, og laug leynt og ljóst til að klekkja á okkur.  Og hann var búinn að missa sig svo í kjaftæðinu að hann þurfti lögreglufylgd í réttarsal.  Til hvers ?  Hélt hann að við myndum ráðast á hann í dómsalnum ?

3.  Við erum handteknir 24. september 2004.  Dómur fellur 3. mars 2008.  Kann einhver að telja ?  41 mánuður !!!!!!!!!!!!!!!

Lögreglan ber fyrir sig að magn upplýsinga hafi verið svo mikið að þetta hafi verið tíminn sem þurft hefði til rannsókna.  En það kemur fram í gögnum málsins að ekkert var aðhafst í 15 mánuði.  

Lögreglan hefur ekki ótakmarkaðan tíma til rannsókna, og þetta er alveg forkastanlegt að láta okkur bíða allan þennan tíma.

4.  Menn sem dæmdir eru fyrir líkamsárásir hafa fengið mildari dóm!!!! 

5.  Ef fólk verður sér úti um rannsóknargögn málsins, kemur hvergi í ljós hvað ég gerði !  Það kemur bara í ljós að ég hafði þetta efni á tölvunni minni, og ég var með lista á netinu sem hægt var að sækja hjá mér og sjá hvað ég hefði fram á að bjóða.  En hvergi er sótt ein skrá af höfundarréttarvörðu efni til að styðjast við ákæruna.   

Ég er sár og svekktur yfir dómskerfinu, ég hefði sætt mig við ávítur dómstóla fyrir að hafa gert rangt, en ég hefði líka viljað sjá lögregluna ávítta fyrir sín afglöp.  Og ég er ekki sáttur við að samningur milli Ásgeirs Ásgeirssonar og Smáís um hvert hans hlutverk var sé haldið leyndum.  Ég er nokkuð viss um að Ásgeir Ásgeirsson hefur ekki hreint mjöl í pokahorninu, og ég held í þá von að Hæstiréttur Íslands mun komast að þeirri niðurstöðu líka þegar hann tekur málið fyrir, því já, ég mun áfrýja þessu máli.  Og núna bölva ég því að búa ekki í Bandaríkjunum, því ef ég byggi þar, þá myndi ég ákæra Ásgeir Ásgeirsson fyrir þann miska sem hann hefur unnið mér, í nafni misskunarsama samverjans, þegar eingöngu öfund og afbrygðissemi bjó á bak við.

Og ég vil fá tölvuna mína til baka ! 


mbl.is Sakfelldir fyrir að vista höfundarvarið efni á nettengdum tölvum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Javascript

Er búinn að vera að liggja yfir javascript fyrirlestrum undanfarið, og það kemur mér á óvart hversu skemmtilegt forritunarmál það er.  Það, ásamt php kannski, hefur fengið slæma útreið fyrir að vera ekki nógu "fín" forritunarmál, en þau eru bæði á réttri leið.  Er farinn að skrifa scriptukóða á kvöldin til að koma mér í form Smile

Þeir sem hafa áhuga ættu að kíkja hingað, en þar er brilljiant podcast af ýmsum fyrirlestrum.  Hér er svo aftur á móti hægt að læra allt um það sem Yahoo er að gera með Javascript. 

Hérna er svo vídjó (111 mín langt) með fyrirlestri frá Douglas Crockford, einum helsta spaðanum um javascript hjá Yahoo. 


Meeeeeeeeeeeee

Jæja, þá má gera það opinbert það sem margir hafa verið að velta fyrir sér.  Strákurinn er höfundur að www.kindur.is

Þessi brilljant vefur fór í loftið á föstudaginn og hefur fengið aldeilis frábærar móttökur.  Þökkum við fólki fyrir það.

Og nú er bara að drífa sig í að fjárfesta í einni mógolsóttri að westan. 


Dökkir dagar í borginni

Í dag stígur í borgarstjórastól, þriðji borgarstjórinn á fjórum mánuðum.  Það eru óheillafréttir.

Það er nú einu sinni þannig í þessari veröld að ein af dauðasyndunum sjö er um leið ein sú allra mest drýgða syndin í pólitík....Græðgi.

Eftir síðustu kosningar virtist sem Ólafur F. Magnússon hefði pálmann í höndunum.  Hann hafði rúm 10% atkvæða á bak við sig, í meirihlutaviðræðum við Sjálfstæðisflokkinn og allt í gúddí.

En þá kom vondi ljóti villingurinn hann Bingi, með buxurnar á hælunum, og hrifsaði af honum völdin í borginni.  Bingi, sem sagðist ganga óbundinn til kosninga en var kominn í meirihlutasamstarf áður en síðustu tölur voru komnar upp úr kjörkössunum.  Bingi, sem skemmti allt fyrir Óla.

Svo fór Óli á spítala.  Þennan við hliðina á Hagkaup, niðri í sundum.  Og á meðan Óli var á spítala sprakk borgarstjórnin.  Villingurinn hann Bingi hljóp frá Villa og beint í fangið á DBEggertz.  Og þeir tóku með sér hana Möggu, einusinni vinkonu Óla.

Þegar Óli kom út af spítalanum var skrítið um að litast.  Nýr borgarstjóri, Óli í meirihluta og allt glansandi fínt.  Helst að Villi og gengið væri með fýlusvip, enda töpuðu slagnum við DBEggertz.

En þá kemur í ljós af hverju Óli fór inn á spítala.  Eða kannski frekar af hverju Óli ætti ennþá að vera inni á spítalanum.  Hann hefur nefnilega svo mikla valdagræðgi, að þrátt fyrir að vera í meirihlutasamstarfi, vildi hann fá að ráða ÖLLU.  Engar málamiðlanir, ekkert.  Bara að fá að ráða öllu. Og það sá Villi auðvitað.

Hann bauð Óla að leika, með því skilyrði að hann fengi að vera kóngur helminginn, og svo fengi Villi aftur að vera kóngur restina af tímanum.  Í staðinn fengi Óli að ráða öllu sem hann vildi.  Málefnasamningur?  Nei nei, bara framboðsloforðin hans Óla, kannski við bætum við einu tveimur smáatriðum við.  

Svo þegar Villi kemst aftur til valda, og Óli hefur áorkað einhverjum smámálum, þá veður Villi yfir hann, með hótunum, þar sem Óli var búinn að fá að ráða áður, og strikar yfir listann hans Óla.  Óli er svekktur, enginn kýs hann næst, frekar en framsókn, og arfleið hans er Krypplingsstjórnin.  Dálalegt nafn á afrekum manns í borgarstjórn.

Það að tæplega 25% borgarbúa styðji þessa borgarstjórn segir allt saman.  En ég vil ekki fá aðra stjórn.  Ég vil leyfa þessari að hrauna upp á bak.  Þá fáum við kannski starfhæfa borgarstjórn næstu fjögur ár á eftir.  Ég bara vona að Óli og Villi verði ekki búnir að klúðra öllu áður.   Er von nema að áhorfendur púi ?????


mbl.is Ólafur kjörinn borgarstjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki taka sénsinn !

Það er mjög skrítið hversu margir taka sénsinn varðandi ölvunarakstur, sérstaklega þegar um er að ræða svona stórar samkomur eins og þorrablót.  Þetta snýst hvorki um að "sleppa við lögguna" eða að borga sekt ef maður næst, heldur um það hvort maður sé svo "heppinn" að drepa engan á heimleiðinni.

Sýnum nú skynsemi, skiljum bílinn eftir heima og tökum leigubíl.  Kostnaðurinn er ekki það mikill að það borgi sig að taka sénsinn á því að þurfa að labba í vinnuna næstu tvö árin og borga hundruði þúsunda í sektir fyrir vitleysisganginn.  Og þeir sem eru í þorrablótsnefndinni, hringið á stöðvarnar daginn fyrir blót, látið vita hvar og hvenær blótið ykkar er og hversu margir munu vera á svæðinu.  Þá er miklu auðveldara fyrir bílstjórana að manna svæðin í kringum þorrablótin ykkar.

Annað.  Ef um stórt þorrablót er að ræða, raðið ykkur upp í einfalda röð eftir leigubílunum fyrir utan, en ekki ráfa út á göturnar til að "troðast framfyrir".  Allir sem sækja þorrablót eru fullorðnir og ættu að geta lifað við að bíða í röð í smá stund.  Ef allir fara í röð, gengur þetta eins og smurð klukka.   Og takið eftir orðum mínum:  Ekki vera að pirrast yfir því þótt þið náið ekki inn á stöðvarnar, allir leigubílstjórar vita af þorrablótinu ykkar og við komum um leið og við getum.  Það segir sig sjálft að það er ekki hægt að panta bíl fyrir Gunnar í Laugardalshöll, fremri inngang, þegar 900-1500 manns eru fyrir utan að bíða eftir bíl !  Drífðu þig í röðina, þú verður kominn með bíl eftir korter !


mbl.is Fylgst sérstaklega með ölvunarakstri á þorrablótatímanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Memm"

Fyrsta fríhelgin í svolítinn tíma.  Ákvað nú að gera eitthvað skemmtilegt.

Byrjaði á að fara á jólahlaðborð með vinnunni á Lækjarbrekku.  Það var frekar í lagi.  Mikið úrval af góðum réttum bæði í for og aðalrétt, og alveg snilldar villisveppasúpa.  Langt síðan maður hefur fengið súpu á veitingastað sem ekki var of sölt.

Kvöldið var mjög vel heppnað og kann ég yfirmanni mínum, honum Trausta bestu þakkir fyrir.  Það er ekki leiðinlegt að vinna hjá sæmilega litlu fyrirtæki sem veit hvernig á að halda starfsmönnunum ánægðum ( í mínu tilfelli, gefa mér nóg að éta ).

Síðan var haldið niður á Dubliners, þar sem skyldi leika fyrir dansi.  Strákarnir mínir, í hljómsveitinni Swiss leyfa mér nefnilega stundum að vera "memm".  Enda alveg ágætis strákar, nema þá kannski helst Ingvar, sem er örlítið skárri.  Reyndar breytist hljómsveitin í Danshljómsveit Olla Rót þegar ég er með, enda ekki skrítið, manna frægastur í bandinu.

Og aftur á laugardag fékk ég að vera memm.  Þá var nú sjálfsöryggið aðeins að batna, enda hafði ég varla snert hljóðfærið mitt síðan ég fékk það í morgungjöf frá konunni minni.  Áðurnefndur Ingvar hjálpaði henni að velja þennan forláta Peavey Signature Series gítar.  Hann er bæði fallegur og hljómar mjög fallega.

Eníhú, sjálfsöryggið var í hámarki og lögin rifjuðust upp hvert á fætur öðru.  Það var að meira að segja orðið svo mikið í restina að Randallinn var farinn að emja.  Sem er bara gaman.

Egill Rafnsson trommaði með okkur, þar sem fasti trommarinn var heima hjá veiku barni.  Ekki klikkar Egill, en þó verð ég að segja að ég saknaði Guffa míns alveg svakalega mikið, enda er þar á ferð einn sá mesti öðlingur sem á bak við trommusett hefur sest.   Trúbbi litli Tryggvador var líka á kantinum, söng bakraddir af miklum móð auk þess að kyrja "Mamma, beyglar alltaf pabba, þegar hún maskarar augun og er að fara á ball, hún er að fara á ball". 

En Guffi minn, ég ætla að koma með strákunum til Danmerkur í febrúar, þannig að það fer að styttast í að ég hitti þig.  Og hlakkar mig til ?  Alveg svona sæmilega.


Hraðakstur á götum úti

Þetta er náttúrulega bara gott að taka stráklinginn fyrir þetta, það er nú ekki heil brú í þessum hraðakstri.  Og að vera svo með vin sinn með sér í bílnum sýnir hversu ábyrgðarlaus þessi einstaklingur er.  Hann var fyrst mældur á um 130km. hraða og reyndi svo að stinga lögguna af.  Á Reykjanesbrautinni !

Þetta er svona svipað eins og í lélegri hryllingsmynd þegar fórnarlambið hleypur alltaf upp stigana á háhýsinu undan morðingjanum að reyna að stinga lögguna af á Reykjanesbrautinni, það er frekar auðvelt að loka henni. 

Ekki það að ég mæli með að stinga lögregluna af, það kann aldrei góðri lukku að stýra.  Það hefði verið miklu betra að taka út refsinguna með 130 á radarnum en 212 !

Vandamálið er að jafnvel þetta dæmi setur ekki fordæmi fyrir unga, óharnaða ökumenn sem halda að þeir séu Michael Schumacher undir stýri.  Það þyrfti að taka upp enn harðari refsingu, og auglýsa það vel að svona athæfi eru ekki liðin í okkar samfélagi.  Ef einstaklingurinn þarf að bíða í 10 ár, sæta fangelsisvist uppá nokkra mánuði (eða samfélagsþjónustu, það er eiginlega betra ) og borga hálfa milljón í sekt, þá myndi næsti maður kannski hugsa sig tvisvar um.

Og já, ég er fylgjandi því að taka upp hærri aldur fyrir bílprófið, og einnig að menn fái ekki heimild til að aka bifreið með stærri vél en 1600 rúmsentimetra fyrstu þrjú árin.  Og ef menn fá einn punkt í ökuferilsskrá, þurfa þeir að taka prófið aftur.  Viljum við láta harmleikinn á Vesturgötunni í Keflavík endurtaka sig ?  Þessi piltur er eðal kandídat ! 


mbl.is Yfir 150 þúsund króna sekt fyrir hraðakstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kynbundið misrétti

Djöfullinn sjálfur, ég var að fatta það að ég verð að hætta að spila á gítar.  Ég er karl og kann bara vinnuKONUgrip :(

Anyone to rescure ? 

Sá sem fyrstur kemur með góða lausn fær frítt inn á Dubliners um helgina, þar sem fréttir herma að ég verði jafnvel "memm" 


Glæponar á glæpona ofan

Alveg er merkilegt hvað menn geta lagst lágt. 

Ég var að vinna hjá fyrirtæki í lok síðasta árs (og, jú, ég mætti líka aðeins eftir áramót).  Þetta fyrirtæki sérhæfði sig í úthringiverkefnum ýmiskonar, auk fjársafnana fyrir líknarfélög.  Þetta fyrirtæki heitir (hét) B.M. Ráðgjöf.

Núna var ég að lesa þessa grein,  og í framhaldinu fannst mér ég þurfa að tjá mig um málið.

Það er nefnilega alveg merkilegur andskoti hvað menn geta verið ósvífnir og geta þvegið hendur sínar af málum sem þeir eru með mykjuna upp eftir öllum öxlum af.

Eins og ég sagði áðan, þá vann ég hjá þessu fyrirtæki í nokkra mánuði, sem hugbúnaðarsérfræðingur.  Þeir fengu mig til að skrifa kerfi til að halda utan um og framkvæma skoðanakannanir, og birta niðurstöðurnar sjónrænt til þeirra sem báðu um könnunina.  Ég var ráðinn af framkvæmdarstjóranum, Fritz Má Jörgensyni.  

Fyrirtækið barðist í bökkum, ég fékk illa útborgað, þó oftast fyrir rest, en samt ekki fyrr en í enda mánaðarins sem ég átti að fá útborgað.  Alltaf taldi Fritz mig af því að hætta, því við værum að detta í sjúklegar álnir.

Fritz yfirgaf fyrirtækið um áramót, og fór BM svo á hausinn í janúar.  Ég var kauplaus, jólavísað nýkomið og allt í svaka stuði. 

Í febrúar hitti ég svo manninn í verslun, og heilsaði hann mér kumpánlega, eins og gamall vinur væri á ferð.  Ég tók fálega undir kveðjurnar, og svaraði sem svo að ég hefði nú lítinn áhuga á að tala við mann sem skuldaði mér tæpa milljón, en lifði eins og kóngur, á fjársvikum meðal annars við mig.  

Þá kom svaka ræða um það að hann hafði nú ekki vitað allt um málið, að hann hefði farið illa út úr þessu, bla bla bla.  Hann hefði tapað fullt af pening og ætti mikið inni hjá fyrirtækinu ....

Hvernig má slíkt vera, fjandinn hafi það.  Aðaleigandi og framkvæmdarstjóri fyrirtækis á kröfur í þrotabúið ?  Þetta sýnir hvað svona drullusokkar geta verið óforskammaðir.  Hann vissi nákvæmlega hvað var í gangi, og var að gambla með peninga sem hann átti ekkert í.

Þó er verra að annar drullusokkur, Ólafur Geirsson, sem var titlaður stjórnarformaður, er eiginlega ennþá verri.  Sá maður misnotaði sér "vin" sinn, sem hafði fengið heilablóðfall, og skuldsetti fyrirtækið fyrir 400 milljónir, allt á kostnað Landsbankans. 

Ég vildi bara láta alþjóð ( eða amk. þessa 10 bloggvini sem ég á ), að drullusokkarnir eru tveir, Fritz og Óli.  Þeirra "scheme" net er svo flókið, að það eru nokkrir fyrrverandi starfsmenn B.M. sem fylgja þeim um hvert fótmál, til þess eins að fá nokkra brauðmola sem falla af borði þeirra, þeir eru illa staddir fjárhagslega, og ef þeir slíta tengsl sín við þá, þá tapa þeir fleiri fleiri milljónum í töpuðum launum.

Er nokkuð skrítið að geta skrifað glæpareyfara, þegar maður lifir í einum alla daga ? 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband