Málefnalegar umræður

Ofbóðslega er nú gaman að sjá fólk tala saman á málefnalegum nótum [Les: barnalegum ] hér á blogginu.

Þó svo að ég þekki ekki samninga ríkisútvarpsins við einstaka starfsmenn, þá eru nú langoftast gerðir samningar við fólk um eignarrétt verka þeirra á meðan að þeir starfa hjá fyrirtækinu, og skiptir ekki máli hvort um er að ræða ríkisfyrirtæki eða önnur.  Oftast eiga fyrirtækin höfundarréttinn.

Við eigum heldur ekki, fólk í bloggheimum að vera að fullyrða um eitthvað sem við höfum ekki grjótfastar staðreyndir um.  Eru allir búnir að gleyma Lúkasarmálinu ?

Hugsanlega gerði G. Pétur rangt, ég hef engin gögn um það.  Hitt er annað mál að það er alltaf gott þegar menn eru opinberaðir á þennan hátt, menn sem eru hátt uppi í stjórnsýslubatteríinu.   Gleymum því ekki að Geir vinnur hjá OKKUR.  Og við hljótum að eiga rétt á að fá svör, hvort sem þau eru óþægileg eða ekki.  

Geir hefur gerst uppvís að dónaskap við blaðamenn oftar en einu sinni, eftir óþægilegar spurningar, og því er orðin spurning hvort hann ráði við djobbið?  Er það ekki frekar spurningin, heldur en hvort að G. Pétur hafi gerst brotlegur við höfundarréttarlög


mbl.is Krafa um að viðtali við Geir verði skilað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Getur vel verið að Geir komi ekki sérlega vel út úr viðtalinu, en G. Pétur kemur eiginlega verr út - vælandi og ókurteis bjánabelgur.

Ingvar Valgeirsson, 26.11.2008 kl. 10:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband