Gangbrautaverjur

Á leið minni á morgnanna til vinnu og í skólann, hefur borgin útvegað sérstakan mann sem sér um að stöðva umferð ökutækja til þess að gangandi vegfarendur, sérstaklega skólabörn Hólabrekkuskóla og FB komist yfir götuna.

Á meðan þessi þjónusta er frábær og þarft framtak, því ekki eru ökumenn mjög tillitsamir gangvart gangandi vegfarendum, þá hef ég tekið eftir einum "misbresti" í þessari framkvæmd.

Um leið og gangadi vegfarandi nálgast gangbrautina, gengur verjan út með ljósið sitt og stöðvar umferð.  Ef, 5 sekúndum síðar, annar vegfarandi nálgast gerir hann þetta aftur.

Það sem ég er að benda á, er að með þessu læra börnin aldrei að bíða eftir umferðinni, það er bara allt stoppað þegar þau nálgast.  Mér finnst þetta ekki skynsamleg þróun, auk þess sem stórar stíflur geta myndast af óþolimóðum bílstjórum, sem svo storma hratt af stað þegar verjan stígur af gangbrautinni.

Það væri miklu skynsamlegra, þar sem verjan sér nú töluvert frá sér, að safna börnunum aðeins saman, og hleypa þeim yfir í stærri hópum.  Þá myndi öll umferð ganga betur fyrir sig, bæði gangand og akandi.  Eða hvað finnst ykkur ? 


Apache er EKKI vinur minn

Alveg er þetta merkilegur fjandi.  Ég reyni að bæta við einni extention við PHP-ið hjá mér og Apache hrynur eins og hann fái borgað fyrir það .... ARGHHHHH

Vildi að það væri til skárra Binary fyrir menn sem vilja ekki fokka í þessu, heldur bara setja upp vefþjón, og skilja hitt eftir fyrir Linux nerðina.  AF HVERJU HALDIÐI AÐ ÉG SÉ AÐ HAFA KERFISSTJÓRA ??!?!?!?!??!?!?!?!?!? 

Næst skipti ég yfir í IIS  ( Bill er minn maður hvort eð er ) 


Baráttan gegn hinum "illu" öflum

Margt hefur verið skrifað undanfarna daga um þetta mál Smáís gegn netverjum.  Eins og svo oft áður, eru þessi skrif misgáfuleg.  Langar mig að leggja einnig örfá orð í belg, bæði um þetta mál sem og mál Smáís gegn DC liðum, frá september 2004.

Það er nefnilega alveg merkilegt hvað margir geta verið forpokaðir í umræðu um í raun jafn einfaldan hlut og niðurhal og efnisveitur.  Í báðar áttir.

Margir tala um að skera upp herör gegn innlendum framleiðendum og söluaðilum, þar sem þeir eru að standa á rétti sínum gegn þjófnaði á hugverkum sínum, með því að hætta að versla við þá.  Aðrir telja að ekki sé nógu hart tekið á netverjum. 

Ég vil taka það fram í byrjun, að ég er einn af sakborningunum í DC málinu svokallaða, þannig að ég veit hvernig er að sitja gagnvart þessum ákærum.

Það sem vantar í þessa umræðu, þetta sjónarhorn sem ekki er nógu mikið skoðað, er hvernig allir aðilar geta komið að borðinu, rætt eins og fullorðið fólk og skilið svo sáttir.

Eins og svo oft áður, gera "fullorðnir" sér ekki alltaf grein fyrir hvað unglingarnir eru að taka sér fyrir hendur og áður en varir eru þeir (unglingarnir) farnir að standa að meintum ólöglegum aðgerðum.  En það án þess að gera sér fullkomlega grein fyrir því.

Skoðum aðeins hvað fólk er að gera með þessu niðurhali á efni:

Meirihlutinn er að sækja sér nýjar plötur eða bíómyndir, tölvuforrit og tölvuleiki til afnota til afþreyingar.  Án þess að greiða fyrir það.  Já, ég veit það, en af hverju?  Vegna þess að miðillinn (internetið) býður upp á það.  Ok, gott og vel, þá er dreifingin komin, en hvað með tapið, það tapast "milljarðar á milljarða ofan".  Kærum þessa aðila, lokum efnisveitunum, förum í hæpnar, kostnaðarsamar aðgerðir til að brjóta niður þessa menn, sem stuðla að glæpum gegn mannkyninu og stuðla að öryggisbrotum gegn almannahagsmunum ...... Nei, hættu nú alveg.

Við predikum endalaust að við viljum ekki lifa í lögregluríki.  Að boð og bönn megi ekki ná út fyrir allt, heldur að hægt sé að ná til fólks, með því að höfða til skynseminnar.  Frábært.

Í staðinn fyrir að ganga gegn þessum "bólugröfnu unglingum, sem sitja fyrir framan tölvuna með bremsuför í brókinni, að niðurhala efni í skjóli nætur (Fengið af vef SmáÍs fyrir breytingu á texta)" hvernig væri að átta sig á miðlinum, tækninni og frjósemi netverja, og fá þá í samstarf með sér.

Staður múlasni færir sig ekki úr stað þó svo að hann sé laminn, hann verður bara ennþá staðari.  Þó svo að netverjar séu kærðir og vefsíðum lokað birtast alltaf nýjar vefsíður til að halda áfram hinni meintu ólöglegri starfsemi.

Hvað með að hafa efnisveitur sem bjóða uppá þessar myndir í samvinnu ( Já Snæbjörn, samvinnu.  Þ.e. þegar menn tala saman, maður á mann, mano e mano ) við rétthafasamtök til að allir fái eitthvað fyrir sinn snúð.  Eða setja upp eigin netveitur ( sbr. tónlist.is ), sem rukka fyrir efnið.  Það er nefnilega ansi mikið sem er keypt af þessum efnisveitum, ef takmörkunin er engin.

Eftir að Amazon fór að selja sjónvarpsþætti fyrir $3.99 stykkið hef ég hætt að sækja þá á torrenta, því þeir koma svo fljótt þangað inn.  Þetta snýst nefnilega fyrst og fremst um að geta horft á efnið og nálgast það þegar ÉG vil, ekki þegar sjónvarpsstöðvarnar eða myndbandaleigurnar taka efnið til sýninga.

Annað, að jafnvel þó svo að í mínu tilfelli hafi ég verði tekinn með einhverjar þúsundir bíómynda og sjónvarpsþætti sem ég "dreifði" á netinu, er ekki þar með sagt að hægt sé að setja samansemmerki á milli fjölda mynda og taps á sölu.  Fyrir mér var þetta hobbý, mér fannst gaman að segja í samtölum að ég ætti svo og svo margar bíómyndir.  En horfði ég nokkurn tíma á þær ?  Nei, ég get ekki sagt það.  Og keypti ég einhverntíma þær myndir sem ég hafði niðurhalað ?  Já, ég á yfir 400 tilta sem ég hef keypt.  Hvar er þá tapið ?  Í myndum á harða diskinum mínum sem ég hef aldrei horft á og mun aldrei horfa á ?  Ég er ekki að segja að allir geri eins og ég, en gefum okkur að 25% netverja geri eins og ég, bara svona til gamans.  Þá er nú aldeilis búið að rífa í þetta meinta tap.

Tölur frá Hagstofunni gefa til kynna að allir þeir geirar sem meint tap snýst um, hafa í raun verið að auka hagnað og sölu, ár frá ári, nema einn, myndbandaleigurnar.  En snýst þeirra tap, þeirra vandkvæði ekki meira að breyttum miðlum, fleiri sjónvarpsstöðum, og þeirri staðreynd að þegar kostar 600kr að leigja mynd og 1800kr. að kaupa hana, að fleiri kaupa núna myndirnar sýnar heldur en að fara út á leigu og leigja hana ? 

Það er nóg komið að sandkassaleik.  Verðum fullorðin, setjumst niður og tölum saman.  Ég skal setjast að borði með Sveinbirni, Magga Kjartans og öllum þessum aðilum, útskýra hvað við erum að gera og finna lausn á vandamálinu, án þess að rífa upp lögmenn á alla fingur og kæra "bólugröfnu bremsuförin".  Forvarnastarf þarf í þessu máli eins og öðrum, og forvarnir eru ekki bara boð og bönn, heldur líka fræðsla. 


mbl.is Hart barist um höfundarréttinn á torrent-síðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband